'Marserað til Zíonar' - bíómynd tengivagn í íslensku

Video

May 6, 2015

Fyrir meir en 4,000 árum, birtist Guð Abraham í Mesopótamíu, og sagði við hann: "Far úr landi yðar og frá skyldmennum yðar og úr húsi föðurs yðar, inn í land það sem ég mun sýna yður. Og ég mun gjöra yður að mikilli þjóð." Abraham hlýddi Drottni og kom inn í hið fyrirheitna land, Kanaan, þar sem hann lifði lengi ásamt syni sínum Ísaki og barnabarni sínu Jakobi, er síðar var nefndur "Ísrael."

Ísrael og 12 synir hans, fóru niður til Egyptalands vegna hungursneyðar í landi Kanaans, og þar fjölguðu þeir sig í mikla þjóð. Egyptunum fannst stafa ógn af svo öflugri þjóð sem Ísrael, er lifði á meðal þeirra, svo þeir hnepptu þá í ánauð og gjörðu þeim lífið erfitt með harðbærri þrælavinnu. Eftir 430 ár í Egyptalandi, voru þeir leiddir úr ánauð af Móse, fóru síðan yfir Rauðahafið og yfir til Arabíu, Þar sem þeir fengu lög Guðs upp á Sínai fjalli.

Sú kynslóð Ísraela er yfirgaf Egyptaland ásamt Móse, var ekki heimilað að fara inn í fyrirheitnalandið, vegna trúarskorts þeirra á Drottinn. Hún var tilneydd til að ráfa um öræfin í 40 ár, unz ný kynslóð hafði vaxið úr grasi, sem treysti Drottni, og gekk hún inn í fyrirheitnalandið, ásamt Jósúa.

Í um 400 ár, ríktu dómararnir yfir hinar 12 ættkvíslir Ísraels, samkvæmt lögum Móse. Þegar þær þráðu að hafa konung, eins og aðrar þjóðir, skipaði Guð Sál, til að vera konung þeirra, sem ríkti yfir þær í 40 ár, síðan af Davíð konungi, sem fylgdi á eftir, og ríkti í önnur 40 ár, og loks af Salómon konungi, syni Davíðs, sem einnig ríkti í 40 ár. Á meðan að Salómon konungur ríkti, skartaði konungsdæmi Ísraels sínu fegursta, og var fyrsta Musterið byggt, en þar sem að Salómon konungur, hafði snúið hjarta sínu frá Drottni á gamals aldri, sagði Guð honum, að sonur hans myndi ekki ríkja yfir 10 af ættkvíslunum.

Eftir andlát Salómons, klofnaði konungsdæmi Ísraels, og ríktu illir konungar yfir hinum 10 ættkvíslum sem í norðri voru, sem eigi voru afkomendur Davíðs eða Salómons. Þetta norðlæga konungsdæmi, hélt nafninu Ísrael, og varð Samaría loks höfuðborg þess.. Hið smærra suðlæga konungsdæmi, varð þekkt sem Júda, og varð Jerúsalem höfuðborg þess, og ríktu afkomendur Davíðs yfir því. Frá 2. Konungsbók 16 kapítula, er fólk hins suðlæga konungsdæmis þekkt sem "Gyðingar" eftir nafni konungsdæmisins, Júda.

Vegna illsku hins norðlæga konungsdæmis, Ísrael, var því steypt af stóli, og tekið af Assýríubúum. Þeir Ísraelar sem eftir urðu, blönduðu kyni með hinum heiðnu þjóðum sem fluttust inn og námu landið. Það fólk, myndi verða þekkt sem Samverjar, og hinar 10 ættkvíslir norður Ísraels myndi aldrei vera að þjóð að nýju.

Hið suðlæga konungsdæmi Júda, myndi að lokum einnig vera tekið höndum, og fært til Babýlon, sem hegningu fyrir að þjóna öðrum guðum, og Musterið myndi vera lagt í rúst, en eftir 70 ár, snéru Gyðingar aftur til Júda, endurbyggðu Musterið í Jerúsalem, og héldu áfram að vera riktir af konungi, sem var afkomandi Davíðs.

Á tímum Krists, var þjóðin Júda, orðin þekkt sem Júdea, og heyrði undir Rómaveldi. Jesús Kristur og lærisveinar hans, prédikuðu fagnaðarerindið um gervalla Júdeu, í leit að hinum týndu sauðum úr húsi Ísraels. Eftir þriggja og hálfs ára þjónustu, afneituðu Gyðingar Jésu, sem lausnara sinn, og sannfærðu ræðismann Rómverja að krossfessta hann. Þremur dögum seinna, reis hann aftur upp frá dauðum, og sýndi lærisveinum sínum að hann lifði, áður en hann sté upp, til að vera á hægri hönd himnesks föðurs.

Stuttu áður en Jesús var krossfestur, spáði hann fyrir um, að sem hegningu fyrir að afneita sér, yrði Jerúsalem brennd, Musterið lagt í rúst, og Gyðingarnir leiddir brott og framseldir öllum þjóðum. Spádómur þessi rættist að fullu 70 e.Kr., þegar Títus, framtíðar keisari Rómverja, yfirbugaði Jerúsalem. Í meir en 1800 ár, voru Gyðingarnir dreyfðir meðal þjóðanna.

Síðan, árið 1948, gerðist hið ómögulega. Ísraelsríki var stofnað, og Gyðingarnir eignuðust fyrirheitnalandið að nýju. Margir Kristnir menn, hafa lýst þessu yfir sem kraftarverki og blessun frá Guði; En var þetta raunverulega blessun frá Drottni, eða voru myrkari öfl að verki? Þessi kvikmynd, hefur að geyma svarið.

 

 

 

mouseover